Næstu tónleikar:

Leifur Þórarinsson (1934 – 1998)
Harpa / Norðurljós 12. október kl. 17.15

 

Barnalagaflokkur fyrir píanó (1954)
Afstæður fyrir fiðlu, píanó og selló (1960)
Strengjakvartett nr. 1 (1969)
Klasar fyrir píanó (1967)
Vor í hjarta mínu – fyrir flautu og litla hljómsveit (1984 – 1993)
Grafskrift  fyrir altrödd, lítinn kvennakór og hörpu (1996)

Einleikari á flautu er Áshildur Haraldsdóttir, Valgerður Andrésdóttir flytur píanóverkin tvö og stjórnandi er Hákon Leifsson.

Með þessum tónleikum viljum við heiðra minningu Leifs Þórarinssonar í tilefni þess að í ágúst síðast liðnum voru liðin áttatíu ár frá fæðingu hans.

Leifur var stórbrotinn listamaður og eitt merkasta tónskáld Íslendinga á tuttugustu öld.

Efnisskráin spannar nánast allan feril Leifs og leiðir í ljós þróun sem endurspeglar stefnur og strauma í listum aldarinnar en ber jafnframt vitni um þrotlausa leit hans sjálfs að innsta kjarna listrænnar tjáningar.